Flóttalegt ferðalag um nótt

Celine Dion ómaði í útvarpinu meðan ég ók heim í kvöld. "I want to be the face you see when you close your eyes" sönglaði hún blíðmælt. Um leið og ég sveigði lipurlega inn Hringbrautina kom upp mynd af sjálfri mér svefndrukkinni að böðlast um í rúminu, með nefið ofan í andlitinu á mínum heittelskaða ... meðan hann lygnir aftur augunum.  

Ég hef aldrei prófað að gera þetta.

(horfðu á mig elskan)

"I want to be the touch you need every single night" hélt hún sannfærandi áfram.  

Mig langar að eiga mann sem þráir mig. Every single night er aftur á móti soldið mikið.

"I want to be your fantasy" ... syngur Celine. Samþykki hugmyndina auðmjúk.

"And be your reality ... and everything between"

Ah. Heyrðu mig nú kona.

"I want you to need me" með miklu innsogi og tilþrifum í röddinni.

Ég er farin að syngja með þegar hér er komið sögu. Búin að jafna mig á hugmyndinni um að vera einhvers reality. Ein í bílnum. Öskra hástöfum í sömu tóntegund og hnykki til höfðinu.

Skítt með hettupeysuna. Ég GÆTI staðið á sviði með Celine.

Þetta er mjög töff hjá mér, enda hálka í vesturbæ Reykjavíkur.  

Ég læt ekki að mér hæða. Enda hef ég verið með bílpróf afar lengi.

"Like the air you breathe"

Mynd af örvæntingarfullum og ímynduðum ástmanni mínum kemur samstundis upp í hugann, þar sem hann gasprar eftir súrefni og fálmar í tilfinningaríkri blindni eftir kvenlegum höndum mínum.

Hemla einbeitt á ljósunum við Framnesveg. Ég yrði að vera mjög ákveðin.

"I want you to feel me ... in everything" murrar hún lymskulega í útvarpinu.

Andrúmsloftið í bílnum er farið að taka á sig þykka mynd.

"I want you to see me ... in your every dream" 

Ég er farin að iða. Hvað ef ég fer ein á kaffihús? Mun ástmaður minn, ljóðrænn á svip, senda mér viðstöðulausan straum SMS skilaboða meðan ég ek upp Vesturgötuna? Lendi ég í árekstri vegna þarfa elskhuga míns?

"The way that I taste you feel you breathe you need you" gargar frú Dion gegnum hátalarana.

Celine er að syngja um þráhyggju; konan er orðin brjáluð.

Smokra mér flóttaleg upp á gangstéttina við BYKO og legg skáhallt við lagerinnganginn. Slekk dapurlega á útvarpinu og sit hljóð um stund.

Ímyndaður sviti drýpur niður nefbroddinn og ég ákveð að ganga ekki í hjónaband að sinni.

Eins og mér finnst skemmtilegt að hlusta á lögin hennar Celine. Geng gleiðum skrefum að útihurðinni og syrgi vinkonu mína í hljóði meðan ég geng niðurlút upp tröppurnar.

Þegar ég kem heim ætla ég að setja All By My Self á fóninn, smokra mér í bómullarnærbuxur og taka Bridget á málið InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert snillingur!!  

Heiða B. Heiðars, 19.3.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

VG - ókei.

Sígó - ullabjakk en þá það.

En Celine Dion?! .......

Jón Agnar Ólason, 25.3.2007 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband