Less is More?

"Ég hef verið í fríi frá bloggheimum en hef nú snúið aftur" er setning sem ég hef oftlega rekist á við skoðanir á síðum víðsvegar um bloggheima. Ótrúlegt en satt, hef ég aldrei tekið upp á því að skrá orðin sjálf á síður sögu minnar, fyrr en í kvöld.

 

Og það er rétt. Hugsi á svip, lúin eftir ævintýri helgarinnar, innilokuð á reyklausu kaffihúsi ... sný ég aftur, vopnuð fartölvu og skelfilega sundurleitum hugsunum (sem flestar snúast um stráka). Auðvitað er ég sem fyrr; forystusauður einhleypra á höfuðborgarsvæðinu, skelfingu lostin yfir uppflettingu IP talna á Internetinu (vinur minn sagði mér að það væri hægt að "stalka" fólk gegnum Netið og því til sönnunar þuldi hann upp óskiljanleg nöfn á ensku), dauðans blönk að íslenskum sið (á ekki skítuga krónu með gati eins og hann faðir minn sagði alltaf í den) og staðráðin í að stinga af áður en þjónninn biður um beinharða peninga fyrir kaffibollann sem ég var að enda við að kría út.

 

Ég, Klara Egilson, litla stúlkan með eldvörpuna, eitilharður aðdáandi H.C. Andersen og skelfilega viðkvæm kona ... hef snúið aftur í undurfagurri mýflugumynd ... enda varla annað hægt, eins og sólin skín bjart á þessu annars blessaða landi.

 

Ætli maður leggi sig ekki bara aftur í haust, um það leyti sem skólar byrja og dimma tekur að nýju?  

 

Þar til þá ... geri ég ráð fyrir því að blogga ... it´s good to be back, eins og maðurinn sagði GetLost

 

 

 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jesús minn hvað ég saknaði þín en ég eyddi þér í fyrradag því ég var með það á hreinu að þú værir hætt í bloggheimum.  Villtu vera bloggvinkona mín? Hehe ég er svo glöð að þú ert komin aftur woman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Það var mikið! Þetta var nú líka orðin ágæt pása hjá þér, ha?!

Ætla að fagna endurkomu þinni á Moggabloggið með því að setja inn 3 lög í tónlistarspilarann á bloggsíðunni - sem verða þá lög nr 4, 5 og 6. Ætla að nota skyggnigáfuna til að velja músík sem ég held að falli í kramið hjá þér ... þú reportar svo á síðuna mína hvernig til tókst, ókei?

Aftur - hjartanlega velkomin til baka með eldvörpuna

Jón Agnar Ólason, 11.6.2007 kl. 01:04

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Velkomin aftur stroku-bloggari!!  

Vonandi voru þeir allir hver öðrum sætir þessir strákar!! Miklu skemmtilegra að hugsa um svoleiðis stráka

Heiða B. Heiðars, 11.6.2007 kl. 02:38

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var að lesa um þig hjá Jenný og tek hana á orðin, ætla að fylgjast með þér. Hafðu það gott

Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 13:04

5 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Gaman að lesa bloggið þitt, þetta er svo vel skrifað!

kveðja frá london:

Viðar F. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 14.6.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband