Áhrifamáttur gamla perlonsokksins

Ţađ lúrir einhver tryllingur í mér í dag.

Fletti upp í Nýju Náttúrusnyrtihandbókinni strax í morgun og blađađi upp á náttúruböđum. Ţetta er óskaplega skemmtileg bók. Hún inniheldur allt um nćringarríkar bađferđir og maska sem hćgt er ađ gera úr náttúruefnum sem finna má í eldhúsinu.

"Blómablöđ rósarinnar eru rík af efnum, sem hafa lćknandi áhrif, eins og barksýru, fitu, sykri, sítrónusýru og eterískum olíum (rokfimum olíum)." stađhćfir kaflinn um náttúruleg böđ. Ţetta hafđi ég enga hugmynd um. Langar samstundis ađ lćđast út í Blómaval og japla laumalega á nokkrum blómakrónum. Kaupa mér jafnvel vönd og spćna blöđin í mig, ţegar ég er sest út í bíl. Henda svo stilkunum og halda áfram ferđ minni í miđbćinn.

Guđ veit ađ ég ţarf á nćringu ađ halda.

Hugmyndin hljómar sennilega, en ţó freistar framhald bókarinnar meir. "Fersk blómablöđin eru sett í jurtabađpoka og hann hengdur ofan í heitt bađvatniđ. Ţví meir sem kemst af blöđum í pokann, ţví betra verđur bađiđ."

Vaselinsmurt myndskeiđ sem mettar umhverfiđ rómantískri móđu rennur mér fyrir hugskotsjónum. Ég ađ gćla viđ jurtirnar. Rómantískir fingur mínir ađ kreista fíngerđ rósarblöđin, bundin í léreft. Sveskjum líkar tćr sem gera *gilligill* á yfirborđinu. Rósrautt innlit á bađherbergi eilífđarbarnsins.

*fíngerđ hlátrasköll*

Kannski fć ég mér ađ borđa líka í bađkarinu. Smjatta munúđarfull á ferskum ávöxtum.

Skrepp saman og verđ eins og lítiđ barn sökum yngjandi áhrifa rósarinnar.

"Ef ţiđ viljiđ tína rósablöđin sjálf, ţá ćttuđ ţiđ ađ velja skrautrósir, garđ- og villirósir, sem ekki hafa veriđ úđađar međ skordýraeitri."

Já. Ég ćtla ađ fara í Hveragerđi í kvöld og stela rósum úr gróđurhúsum. Fara fimlega eins og gimsteinaţjófur um glerskálana og nćmum fingrum, sneiđa skrautrósir úr beđum. Međ svartan léreftspoka yfir öxlina, íklćdd hljóđlausum gúmmískóm mun ég lćđast um međ fimi púmunnar. Auđvitađ verđ ég međ nćturgleraugu. Og deyfilyf, ef ske kynni ađ árvökull rósarćktandi myndi fyrir tilviljun birtast viđ túlípanabeđin.

Ég ţori nefnilega ekki ađ kaupa blóm í búđum. Ég veit ekkert hvernig ţingmönnum gengur ađ framfylgja grćnum loforđum ađ kosningum loknum. For all I know gćtu blómin í búđunum veriđ eitruđ og lífrćn rósarćktun er ađ mér skilst ekkert sérstaklega langt á veg komin hérlendis.

Allar upplýsingar sem ég hef um sindurefni (orđiđ hljómar mjög hćttulega) eru unnar upp úr íslenskum blađagreinum. Og ég treysti fjölmiđlum. Ég dreg ţađ ekki í efa eitt andartak ađ blađamenn beri velferđ mína fyrir brjósti. Eftir ađ hafa lesiđ mér lauslega til um grćnu byltinguna er ég ţess handviss ađ allt ţetta pakk prófar meira ađ segja matvörur á dýrum.

Aldrei skal ég láta plata mig aftur! Nei, segi ég! Ég ćtla ađ sneiđa hjá íslenskri siđspillingu međ nćturgleraugu ađ vopni. Og hverjir eru ţađ sem borga brúsann, viđhalda ómótstćđilegum ćskuljóma mínum og gćđa hörund mitt framandi andoxunarefnum? (tekiđ skal fram ađ ég hafđi ekki hugmynd um tilvist andoxunarefna fyrr en snyrtifrćđingurinn minn greindi mér frá mikilvćgi ţeirra). 

Jú!

Íslenskir blómabćndur!

Aldrei skal ég láta konuna í apótekinu plata mig aftur. Blush 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Af hverju ferđu í túlipanabeđin til ađ stela rósum?

Ibba Sig., 24.3.2007 kl. 19:25

2 Smámynd: Klara Egilson Geirsdóttir

*gisp*

Ég kann ekkert á ţetta, Ibba mín.

Voru ţađ kannski fjólur sem gera mig ađ barni?  

Klara Egilson Geirsdóttir, 24.3.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Blómabćndur schblómabćndur - ţú skuldar. Komment.

Jón Agnar Ólason, 25.3.2007 kl. 03:17

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ég segiđa međ blómum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 12:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband