Föstudagur, 16. mars 2007
Hvunndagshetjur
Ég er hjartanlega sammála henni Beggu Lopez, sem þykir þjóðfélagið uppfullt af óþarfa tuði. Bloggið hennar í dag framkallaði gamlar og fremur skoplegar endurminningar af sjálfri mér, þegar ég tók æðiskast á opinberum starfsmönnum í Góða Hirðinum því blái sófinn féll í hendur annarra kaupanda. Baðst svo afsökunar (tilneydd) daginn eftir.
Orðlaus yfir skarpskyggni Heiðu, sem horfir (með flugbeittu augnaráði) beint í gegnum kaldrifjaða markaðshyggju þjóðfélagsins og auknum kaupmætti sem skilar sér beint í vasa kaupmanna vegna öflugra auglýsingaherferða. Ég ætla ekki heldur að eyða peningum í sparnað hjá Landsbankanum. Er með sparireikning sem ég tæmi samviskusamlega um hver mánaðarmót.
Langar alveg óskaplega í töfragleraugu eins og hún Gurrý mín talaði um í dag. Afskaplega yrði vinnudagurinn ánægjulegur ef ég gæti fengið mér blund af og til. Akranes hljómar eins og sneið af himnaríki í frásögnum Gurrýar og ef rútuferðir eru jafn spennandi og hún talar fjálglega um, ætla ég sko beint á BSÍ strax í kvöld.
Og talandi um landsbyggðina.´
Frásögn Birnu Mjallar af framkomu lækna á landsbyggðinni í garð aldraðrar móður hennar hryggir mig ósegjanlega og ég vona heitt og innilega að hún safni kjarki til að leggja fram formlega kvörtun til Landlæknisembættisins. Ég er hreint út sagt öskureið yfir þessari framkomu.
Þá er það ég.
Ennþá gjörsamlega miður mín vegna úrsagnar Íslands úr Skandinavíu. Staðráðin í að halda áfram að blogga. Þetta litla samfélag er mér nefnilega mikils virði. Nýfundnar bloggvinkonur mínar dýrmætar og orðin þeirra ómetanleg viðbót við annars ágætan hversdag. God speed stelpur mínar, you all make my day. (Uh, eða guðs hraði, þið farðið allar daginn minn eins og það útleggst á íslensku. Ég þarf yfirleitt að hafa orðabók við höndina eh til að útskýra svona máltæki.)
Var ég búin að segja ykkur að ég er skotin í strák?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.