Come with me if you want to live! NOW, SOLDIER!

Sarah Jeanette Connor, kvenhetjan í framhaldsflokknum The Terminator (1984) fær talsvert meira svigrúm til vaxtar og þroska, öfugt við Ripley sem sprettur fram sem fullnuma hörkutól og Joan Crawford þar á undan, sem í eðli sínu er einlæglega vond og á aldrei nokkra möguleika á uppreisn æru.

terminator-2-linda-hamilton

Terminator 2: Judgement Day (1991) - IMDb http://www.imdb.com/title/tt0103064/

Sarah er í upphafi brothætt stúlkugrey sem kemst í kast við lögin, verður þunguð og leggur á flótta undan réttvísinni (The Terminator, 1984). Hún tekur út harðgeran þroska í varðhaldi, þá sem forræðislaus móðir (Terminator 2: Judgement Day 1991) sem hefur gernýtt vistina til að byggja upp ósigrandi hæfni til að halda höfði í hörðum bardaga.

Í persónusköpun Söruh endurspeglast þau fræði að góðar mæður búi líka yfir hörku; enginn vafi leikur á því að Sarah svífst einskis til að halda verndarhendi yfir eigin syni. 

Linda Hamilton, í hlutverki Söruh, túlkar hugarheim og viðbrögð konu sem leggur lífið að veði til að halda hlífiskildi yfir framtíðarhorfum sonar síns, þó hetjudáðir hennar sjálfrar reyni á hennar ítrustu þolmörk en um leið er persónu Söruh ætlað að túlka persónuþroska, þrautseigju og móðurlegan styrk. Hér skiptir máli að ekkert er móður sem elskar eigið barn ógerlegt; móðurástin heldur Söruh á lífi. 


***Pistill þessi byggir á lokaritgerð minni í íslenskuáfanganum Kvikmyndafræði sem kennd var á haustönn árið 2016 við Verkmenntaskólann á Akureyri. Ég var búsett rétt utan við höfuðborg Norðmanna, Oslóar, þegar ég tók áfangann til stúdentsprófs á fjarnámsvef skólans og hló ég, gapti og grét fyrir framan þvældan fartölvuskjá meðan á verkefnaskilum stóð.

picture1 (1)

Umfjöllun þessi er hluti ritrraðar sem fjallar um rannsóknarefnið sjálft, en í lokaverkefni mínu fjallaði ég um distópíska túlkun kvikmyndageirans á undarlegu háttalagi einstæðra mæðra í bandarískum bíómyndum.

„You took my boy away from me!“ Joyce Byers.

„Don´t f*** with me fellas. This ain´t my first ride at the rodeo.“ Joan Crawford.

"My mommy always said there were no monsters. No real ones. But there are." Ellen Louis Ripley

Margt lærir maður í menntaskóla og fjarnámsáfangar geta verið frábærir.

 

Yfirlit fjarnámsáfanga á vefsíðu VMA má lesa um HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband