Laugardagur, 17. mars 2007
Ðats it
Mikið hafa umræður verið líflegar á Alþingi í dag. Skammt stórra högga á milli og ólíkir málaflokkar afgreiddir. Þingmönnum hlýtur til að mynda að vera mikið í mun að jafna út launamun kynjanna þar sem vændi hefur loks verið lögleitt á Íslandi.
Og þessu skellir Morgunblaðið fram í einni klausu, eins konar upptalningu á þeim frumvörpum sem afgreidd voru í dag. Alveg rétt enda, við skulum endilega ekkert vera að vesenast neitt þó þingmönnum hafi loks tekist að koma á fót rauðum hverfum í Reykjavík.
"Þá verður samræðisaldur færður úr fjórtán í fimmtán ár og vændi til framfærslu hættir að vera ólöglegt. Þá hefur verið fallið frá ákvæðum í vegalögum..."
Um leið og ég óska þolendum kynferðisafbrota innilega til hamingju með langþráðan sigur í baráttu sinni við löggjafavaldið, lýsi ég stóreyg aftur á móti því yfir að ég skil ekki þá þráhyggju Alþingismanna að vilja lögleiða vændi á Íslandi.
Hverjum er þessi lögleiðing eiginlega til hagsbóta?
Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér! Hver græðir á þessu? Ég er markaðsdrifinn frjálshyggjuseggur en þetta er bara klandur.
Hitt þykir mér svo spurnarvert ; hvar var Ögmundur & Co með málþófs-trompið þegar þetta frumvarp var tekið fyrir?! Var mikilvægara að koma í veg fyrir léttvín í kjörbúðum? Og botnaðu nú ef botn þú átt!
(þe ef hann er ekki fastur í Liborius buxunum alræmdu.... ;)
Jón Agnar Ólason, 25.3.2007 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.