Tár og tuðruskór

Um leið og ég ber fram auðmjúkar þakkir til handa þeim 903 einstaklingum er heimsótt hafa bloggsíðu mína frá miðnætti, langar mig um leið að nota tækifærið til að hvetja almenning um land allt til að halda iðju þessari áfram, þar sem ég stefni ótrauð á gróteska hallarbyltingu innan tíðar.

Ég hef unnið hörðum höndum að auglýsingu vefsíðu minnar; dreift miðum til vandamanna, nýtt smáskilaboð til hins ítrasta auk þess er ég mútaði nokkrum lögreglumönnum sem áttu leið hjá Hverfisgötu í gær.

Erindi mitt hefur borið erindi sem erfiði, ég hef á fáeinum dögum aflað fleiri fylgismanna en meistaraflokkur karla í Grindavík, nýt meiri vinsælda en Þjóðleikhúsið og skákaði rétt í þessu umferðarþunga um Vestfirði.

Þess má geta að ég grét hljóðlega við ritun þessarar færslu.

Guð blessi ykkur, börnin mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Nei nei. Þakka ÞÉR

Klara Nótt Egilson, 20.3.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Klara mín villtu að ég fari inn á síðuna þína svona þrjátíu sinnum á dag.  Ef við tökum okkur saman bloggvinirnir þá ættir þú að skáka Simma innan skamms

Komasho

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 20:07

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þýðir þetta þá að ég má hætta að koma inn og út og inn og út.... ?

Heiða B. Heiðars, 20.3.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Jenný; Við Sigmar rákum ágætis kunningsskap hér um árið. Þessir endurfundir gæfu honum tækifæri á að líta mig brostnum augum og mæla: "Þú líka Brútus"

Heiða mín; það er lítill hnappur í "tólastikunni" þinni efst í vafranum. Hann heitir "endurhlaða" og hann skaltu þrýsta á í sífellu þegar þú heimsækir síðuna mína ...

Klara Nótt Egilson, 20.3.2007 kl. 22:42

5 identicon

Takk sömuleiðis

ab (www.rassgathole.blogspot.com) (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband