Hafa skal það sem hljómar betur

"Hvað ætlar þú að kjósa?" er spurningin sem ég þarf brátt að svara. "Alls ekki Framsóknarflokkinn" ætla ég að segja. Aldeilis að ég muni svara þannig og glotta í kampinn. Fyrirtaks umræðuefni í reykpásunni. Kannski ég smelli í góm og segi eitthvað gáfulegt í kjölfarið, vitni jafnvel í blogg ókunnra manna og minnist þess þegar ég rakst á setninguna "Steingrímur J er orðinn eitthvað svo landsföðurlegur" og ég veit að með því, mun ég falla í hópinn.

Framkalla kurteisisleg hlátrasköll sem enda á viðeigandi tímapunkti og hlýt samþykkishljóm að launum.

"Annars kemur náttúrulega ekki til greina að kjósa menn sem leyfa vændi" er lína sem ég get notað. Með því hef ég útilokað Sjálfstæðisflokkinn og einhvern veginn grunar mig að vinnufélagar mínir kími við, þegar ég vitna í Björn Bjarna. Ég get jafnvel reynt að vera gáfuleg með því að setja "já, já, svo á ríkissjóður auðvitað ekki að bera neinn kostnað af þessari lagabreytingu, það var nú aldeilis". Þá grunar mig að fæstir viti um hvað málið snýst, ég lít því út fyrir að vera innsti koppur í búri stjórnmála með því einu að endurtaka valdar setningar og á endanum verður fólk farið að leggja veigamikil mál undir mig, sem veit ekki hverju ég á að svara. 

"Af hverju ekki Framsóknarmenn?" gæti einhver spurt og ég svarað "af því að þetta eru fávitar", skotið sígarettunni hnitmiðað þremur metrum út á gangstéttina, brosað óræð á svip og gripið þéttingsfast um kaffibollann, rétt áður en ég skýst inn aftur.

"Verð að fara. Aftur að vinna. Hef ekki tíma til að svara þessu. Seinna."

Klassísk undankomuleið.

Ég veit hvers ætlast er til af mér. Og hversu langt ég þarf að teygja mig til að komast örlítið lengra. Kann að koma fyrir mig orði. Hvort ég svo veit raunverulega meira en næsti maður um stefnuskrá einstakra stjórnmálaflokka eða um íslensku stjórnarskránna yfir höfuð, er allt annar handleggur. En ég reyni. Mér verður að takast.  

Ég ætla að vera ein í kjörklefanum Bandit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hvernig líst þér á Frjálslynda flokkinn?

Þóra Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Klara Nótt Egilson

*horfir skökkum augum út í myrkan salinn*

Er konan að hæðast að mér, eða á atkvæðaveiðum?

Velkomin í hóp skeleggra athugasemda, Þóra mín ... endilega vertu memm.

Klara Nótt Egilson, 22.3.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætlarðu virkilega ekki að gefa það upp hér??????? Segðu kona hvað þú ætlar að kjósa

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 00:11

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Skemmtilegar vangaveltur hjá þér og ef þú átt laust atkvæði þá...

Þóra Guðmundsdóttir, 22.3.2007 kl. 00:14

5 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Stúlkur mínar ... stúlkur mínar.  

*hlær turtildúfuhlátri*

Klara Nótt Egilson, 22.3.2007 kl. 00:24

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Í mínu tilfelli er það svo sem ekkert leyndarmál hvað ég ætla að kjósa.... nema bara þegar ég hef ekki græna glóru!! Eina sem ég veit alveg fyrir víst er að það verður ekki Sjálfstæðisflokkurinn og ALLS ekki Framsóknarflokkurinn

Heiða B. Heiðars, 22.3.2007 kl. 00:45

7 Smámynd: halkatla

snilld

halkatla, 22.3.2007 kl. 09:13

8 Smámynd: Ibba Sig.

Vó! Þegar ég las þessar færslu fékk ég gæsahúð!

Því þá rifjaðist upp þegar Melanie Griffith (þessi hlýðna með andavarirnar), sýndi stórleik í kvikmynd sem greinilega var byggð á  lífi Klöru Egilson Geirsdóttur? Sú kona kunni nokkra frasana og komst langt á því. 

Eða var þetta myndin Educating Klara Egilson Geirsdóttir?

Ég mun hins vegar kjósa Framsókn. Og hlægja svo næstu fjögur árin þegar þetta lið reynir að stjórna en er bara eins og vitlausu leirkallarnir. Það verður fyndið!

Ibba Sig., 22.3.2007 kl. 09:34

9 Smámynd: Klara Nótt Egilson

OMG ég beint út á videoleigu ...  

Gott hjá þér, Ibba Sig, að kjósa Framsókn, að standa fast á þínu og láta engan bilbug á þér finna í þessu skelfilega framboðsflóði.

Stattu þig, stelpa!

Klara Nótt Egilson, 22.3.2007 kl. 12:19

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heiða B. Heiðars, 22.3.2007 kl. 12:57

11 Smámynd: Klara Nótt Egilson

*ískrar úr kátínu kútveltist yfir gólfið og tekur bakföll af hlátri með Heiðu*

Já, Heiða mín, það er margt skrýtið í kýrhausnum  

Klara Nótt Egilson, 22.3.2007 kl. 13:08

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Held að hausinn á Ibbu sé svo stútfullur af raðfullnægingarútreikningum að það hafi slegið eitthvað út! Framsóknarflokkurinn vs Ibba

 

Heiða B. Heiðars, 22.3.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband