Sérðu mun?

Stúlkur mínar, ekki einungis er ég djúpt snortin vegna hluttekningar ykkar og áhuga á atkvæði mínu í komandi kosningum; ég er stolt af eldmóði ykkar allra. Svo einlægan áhuga á þjóðmálum hef ég ekki borið augum í hópi kvenna áður, nema ef undanskilin eru eldhússamsæti stjúpu minnar sem hefur allar götur verið svarinn kommúnisti.

Áður en ég loka umræðu kvöldsins og klykki út með atkvæði mínu langar mig að fara með örlítið ljóð fyrir ykkur, sem samið var af þeim mæta manni Böðvari frá Hnífsdal en hann komst svo að orði:

 

Sérðu mun?  

Sé ég tvo að sauðarekstri,

sínum hópnum hvor þar stjórnar.

Mörg er kindin væn á velli

valingóð til sláturfórnar.

 

Annar rekur hóp með hundum,

hamast við af öllum mætti.

Féð það veit, að hann er herra.

Harkan skín úr hverjum drætti.

 

Hinn við féð sitt gerir gælur.

Gæzkan skín úr svip og orðum.

Féð það eltir undurhrifið,

alla leið að sláturborðum.

 

Svona hvor með sínum hætti,

sauðum slátra og verða ríkir.

Svei mér, ef ég sé þá muninn,

sýnist báðir harla ríkir.

 

Þess má að lokum geta að ég er flokksbundin Vinstri Grænum og tók þá skýru afstöðu í síðustu kosningum. Ég hef einu sinni tekið viðtal við Steingrím fyrir helgarútgáfu Fréttablaðsins í öðru samhengi en pólitísku og verð að segja manninn einn þann stöðugasta viðmælanda sem ég hef rætt við á öllum ferli mínum. Guði sé lof að sala á léttvíni verður ekki leyfð í matvöruverslunum, því ég á barn, sjáið til.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég er hársbreidd frá því að skrá mig í vinstri græna - þetta er langbesti flokkurinn

halkatla, 22.3.2007 kl. 09:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sem vi. græn (skráð ofcourse) hoppa ég hæð mína újeújeúje. Okokok þú hefur tekið viðtal við Steingrím (gemmér átógraf)!

Takk fyrir bráðskemmtilegt ljóð darling.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 09:56

3 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Anna Karen; til lukku með skýra afstöðu til stjórnmála rétt fyrir kosningar. Ég hef alltaf verið þeirrar trúar að skýr afstaða, HVER sem hún kann að vera, beri að virða. Sjónarmið hvers og eins á fullan rétt á sér. Anarkí forever Anna mín og gaman að heyra að þú skulir kunna að meta Ömma og félaga.

Jenný: Já. Ég hef snert á steini viskunnar. *kvenlegt andvarp*

Ég var lausapenni á Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum og tók þá viðtal við Steingrím (ásamt því að tala við Arnar Jensson sem reyndar var ansi skemmtilegur líka) en greinin bar yfirskriftina "Síðasta kvöldmáltíðin" og bar ég spurninguna "Hverjum myndir þú skipa til borðs, herra minn, við þína síðustu kvöldmáltíð?"

Flestir viðmælendur mínir spurðu reyndar hvumsa "þú meinar ef ég væri að deyja og ætti bara eina máltíð eftir?" og ég svaraði svona rétt fyrir páska (um það leyti var viðtalið tekið) "Já, alveg eins og Kristur ..." 

Steingrímur, sem sýndi engan bilbug á sér, fór með sína fylgismenn upp til heiða og snæddi máltíðina í náttúrusæld Kárahnúka. Þess má geta að Arnar Jensson, sem var öllu hógværari í svörum, kaus að eyða síðustu klukkutímunum í faðmi fjölskyldunnar. Hann sagðist kunna svo vel að meta nálægð og eldakúnstir konunnar sinnar.  

Ég mun með ánægju gefa þér átógraf.

Tómas: Drengurinn minn er að verða fimmtán ára gamall og ég hef skilað uppeldinu með stakri prýði, þakka þér. Hann hafði enga hugmynd um að ég hefði nokkru sinni snert á áfengi fyrr en hann var orðinn tólf ára gamall.

Finnst þér að ég hefði átt að taka annan pól í hæðina? Hefði ég átt að hella í glös um helgar, láta flöskur liggja á borðum og segja þvoglumælt við barnið: "svona gerum við þegar rétt á að bera sig að, vinur?"

Hann var þrettán ára þegar ég fann stóra VODKA flösku undir rúmi hjá honum. Karlmaður um tvítugt, sem hafði einnig óskað eftir fáklæddum myndum af syni mínum, hafði gefið honum áfengið. Þess má geta að maðurinn, sem aldrei hafði móttekið neinar myndir, hafði í örvæntingarfullri tilraun til að ná fram vilja sínum, gefið barninu áfengi. Ég hringdi samstundis í manninn þó liðið væri fram á nótt, hótaði honum blóðugum líkamsmeiðingum, fór með áfengið upp á lögreglustöð og lagði fram kæru.

Gaman er að geta þess að lögreglan, í samstarfi við Barnavernd, felldi málið niður.

Er það þín skoðun að ekkert af þessu hefði gerst ef ég hefði drukkið léttvín með matnum um helgar, eitthvað sull sem ég keypti í 10/11? Heldur þú að maðurinn hefði horfið inn í skúmaskot undirheima, drengurinn öðlast uppljómun og ég hefði eyðilagt í mér lifrina við drykkjuskap yfir matarborðinu?

Tómas, í starfi mínu sem áfengisráðgjafi lærði ég að meta verðmæti æskunnar.

Ef þetta eru ákvarðanir ríkisins, þá er svarið við spurningu þinni já.

Klara Nótt Egilson, 22.3.2007 kl. 12:03

4 Smámynd: Vestfirðir

Frábært svar Klara

Vestfirðir, 22.3.2007 kl. 13:31

5 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Klara litla þakkar Vestfjörðum hjartanlega veittan stuðning í baráttunni fyrir bættri velferð ungmenna og spyr sposk á svip:

*eru hús til til sölu fyrir vestan sem nýta má sem huggulegan bústað?*

Klara Nótt Egilson, 22.3.2007 kl. 13:43

6 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Hvað er að þér, Andri? Nennirðu ekki að fara í Ríkið?

*gisp*

Ég hef opnað box Pandóru

Klara Nótt Egilson, 22.3.2007 kl. 14:34

7 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Þetta er auðvitað rétt hjá þér, Ari minn, það er ávallt styttra í kaupmanninn á horninu og skiptir þá engu hver upprunaleg staðsetning er. Lifi smáverslunin!

Þú vilt sem sagt að ég flengi Steingrím?

Klara Nótt Egilson, 22.3.2007 kl. 14:51

8 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Hvílík vonbrigði! Eins og það var gaman að lesa frá þér færslu frá í gær þá er þetta algert anti-climax; dálæti á Steingrími Joð er í besta falli dómgreindarbrestur og viðhorf þitt gagnvart smásölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum er í besta falli barnaskapur.

Velferð ungmenna ræðst aldrei á sölustað áfengis heldur uppfræðslu og aðbúnaði  heimafyrir. Punnnnktur!

Sem áfengisráðgjafi ættir þú að vita að það er einmitt bjórbanni og takmörkuðu aðgengi að kenna að drykkjumenning hefur hér verið á steinaldarstiginu um  áratugaskeið. Það verða alltaf einhverjir að fyllibyttum, því fá engir ráðgjafar breytt.

Vegna bjórbanns og brennivínskúltúrs sem hér hefur viðgengist hafa Íslendingar aldrei séð önnur not af áfengi en að drekka sig á hvolf. Hægt og rólega er þó að síast inn að fyllerí er misnotkun á víni - ekki grundvallarnyt vörunnar. En Vinstri Grænir og grábölvuð forræðishyggjan í þeim halda aftur af þeirri leiðréttingu hér á landi. "Verði þetta frumvarp tekið fyrir þá förum við í málþóf!", kvað Ögmundur. Hugsið ykkur að halda þingheimi í gíslingu með svona vinnubrögðum!! Cry me a river, eins og þar stendur.

Jón Agnar Ólason, 22.3.2007 kl. 14:53

9 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Jón: ég svara þessu þegar ég kem heim í kvöld.

Ari: kemur ekki til greina.

Klara Nótt Egilson, 22.3.2007 kl. 15:10

10 Smámynd: Ibba Sig.

Verð að troða mér í þessa umræðu og svara Andra Erni sem spyr hvort starfsfólki ÁTVR sé betur treystandi til að selja vín en starfsfólki stórmarkaða.

Ég spyr á móti: Hefur Andri Örn komið inn í Hagkaup, Bónus, Nóatún, Krónuna eða Nettó síðasta áratuginn? Þar vinna bara krakkar sem eru í fríi frá Tjarnarborg og það sem meira er, flestum gæti ekki verið meira skítsama um allt sem viðkemur vinnunni.

Í ÁTVR vinnur hins vegar starfsfólk sem kann sitt starf og sinnir því með alúð, allavega þegar ég mæti á svæðið. Það er fært um að leiðbeina fólki eins og mér, sem drekkur helst gambra, um fínni blæbrigði höfugra vína frá framandi löndum.

Þar að auki er ríki á hverju götuhorni núorðið og opnunartíminn fínn. 

Ibba Sig., 22.3.2007 kl. 16:54

11 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Tómas; láttu mig ekki þurfa að múlbinda þig.

Andri; ég skora á þig að skrifa færslu. Guð veit að þjóðin les.   

Klara Nótt Egilson, 22.3.2007 kl. 23:39

12 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Heyrðu Klara - það er komið kvöld og ekkert bólar á svari! Ég hlýt að hafa sett þig út af laginu með hinni flugbeittu röksemdafærslu minni fyrst þú ert ennþá að hugsa þig um ...

En engar áhyggjur - ég ætla samt að halda áfram að lesa þig. 

Jón Agnar Ólason, 23.3.2007 kl. 01:05

13 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Ég er slegin yfir athugasemdum þínum, Jón.

Bíddu bara þar til á morgun, ég og þú beibí ... verðskuldum pláss á síðum bloggsins.

Vera memm?

Klara Nótt Egilson, 23.3.2007 kl. 01:21

14 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Memm.

En þegar að því kemur að þú hleður allar kanónur til að salla á mig þínu framlagi í debat vorn, gerðu það þá með þeim fyrirvara að ég er samferðamaður VG að flestu leyti í umhverfismálum, jafnvel félags- og menntamálum. En efnahagsstjórn er ekki þeirra sterka hlið ("sendum bankana úr landi, þeir eru að græða of mikið") og að ekki sé minnst á Big Brother-tendansinn í Skallagrími; Internetið í fjötra og banna bjórinn aftur.

Ég bjó nefnilega erlendis og vandist á að geta fyrirvara- og vandræðalaust keypt rautt, hvítt eða bjór með matnum þegar svo bar undir. Skil jú? 

Jón Agnar Ólason, 23.3.2007 kl. 01:59

15 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Vita máttu, að ég ber virðingu fyrir skoðunum þínum. Þú hefur margt athyglisvert fram til málanna að leggja.

Aldrei myndi ég hlaða kanónum og miða á þig. Allt sem skrifað er hér á blogginu er fíflagangur og gert í góðri trú svona á milli atriða. Endilega reyndu svo að fyrirgefa Giddagúdd, hún er yndisleg kona.  

Ég hef líka verið erlendis og sá augu íslensku barnanna sem voru með í för stækka af undrun þegar þau sáu brennivínsflöskur fylla heilu rekkana í matvöruverslunum.

Það er hræðilegt hversu auðvelt aðgengi barna að áfengi er erlendis.

Ég vill ekki innleiða áfengiskaup í matvöruverslanir. Period. Og Jón, þú hlýtur að geta fyrirvara- og vandræðalaust keypt rautt, hvítt eða bjór með matnum þó verslunin loki klukkan 19.00? Ekki voru þetta sólarhringssjoppur sem þú ert að vitna til? Jón minn, verður aðgengi þitt að áfengi að vera stöðugt og jafnt? Ég er farin að halda að þú sért meir og minna rakur alla daga . . .  

Það er ekki eins og Steingrímur hafi single handed lokað ÁTVR.  

Taktu þig taki. Og ef ekkert annað dugar, þá endilega fáðu þér í glas.

Auðvitað vill ég svo endilega vera vinur þinn. Það er engin ástæða til annars þó við kjósum ekki sama flokk. Ég hef gaman að málaskaki. En þú?

Klara Nótt Egilson, 23.3.2007 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband