"Don´t f*** with me fellas. This ain´t my first time at the rodeo."

e70d9a665dd5ce5d5e5d282aae74b0b7

Joan Crawford ~ Faye Dunaway // Mommy Dearest - 1981 


"You drove Al Steele to his grave, and now you´re trying to stab me in the back? Forget it. I fought worse monsters than you for years in Hollywood. I know how to win the hard way."

Joan Crawford, [Faye Dunaway] Mommy Dearest

Ég var tíu ára gömul þegar fjölskylduhrollvekjuna Mommy Dearest bar fyrir augu íslenskra sjónvarpsáhorfenda.

Kvikmyndin var sýnd á RÚV og byggði á ævisögu Christinu Crawford, ættleiddrar dóttur bandarísku kvikmyndaleikkonunnar Joan Crawford, sem að sögn tveggja eftirlifandi stjúpbarna hennar, var ofbeldishneigð, duttlungafull og óútreiknanleg í öllum háttum.

Svarthvít sjónvarpstæki voru enn við lýði á flestum heimilum og þar sem ég horfði á Faye Dunaway í grátóna hlutverki grettinnar Joan  misþyrma stjúpdóttur sinni með vírherðatré, hrækja á húshjálpina og ánafna afmælisgjöfum barnanna til ókunnra, tók ég í fullri einlægni að velta því fyrir mér hvort einstæðar mæður væru í raun vondar. 

 

Mikill er máttur kvikmynda og þannig markaði áhorfið djúp spor í huga barnsins, sem á horfði opinmynnt og spegúleraði mjög í þeim þrönga stakk sem einstæðum mæðrum er sniðinn í bíómyndum.

Lítt renndi ég í grun að á komandi árum ætti ég eftir að bera fjölmargar myndir augum sem allar sýndu einstæðar mæður í litríku og eilítið súrrealísku ljósi; ýmist sem réttdræpar forynjur, valkyrjur með stáltaugar eða hjálparvana vesalinga sem höfðu hvorki í sig né á nema ef vera skyldi um glyðru að ræða. 

ef2b1ad8509554bfac31698c758797ae

Mommy Dearest er dystópísk fjölskylduhrollvekja og sýnir þá einstæðu á valdi geðveiki, túlkar hvað gerist þegar móðir misnotar vald sitt og snýst gegn eigin börnum.

Sú einstæða (og vonda) var fædd.

***Pistill þessi byggir á lokaritgerð minni í íslenskuáfanganum Kvikmyndafræði sem kennd var á haustönn árið 2016 við Verkmenntaskólann á Akureyri. Ég var búsett rétt utan við höfuðborg Norðmanna, Oslóar, þegar ég tók áfangann til stúdentsprófs á fjarnámsvef skólans og hló ég, gapti og grét fyrir framan þvældan fartölvuskjá meðan á verkefnaskilum stóð.

screenshot-docs.google.com-2021.04.11-14_03_23

Umfjöllun þessi fylgir fast á hæla inngangsorða minna sem áður eru birt á blogginu fyrir og bar heitið „You took my boy away from me!“ en þar greindi ég frá vali mínu á lokaverkefninu sem gefið var frjálst og kaus ég að fjalla um distópíska túlkun kvikmyndageirans á undarlegu háttalagi einstæðra mæðra í bandarískum bíómyndum.

Við höfum nú kynnst þeirri vondu og fetum okkur áfram inn í blóðugan baráttuheim réttsýnna stjúpmæðra sem stíga örmagna af hryllingi fram innan skamms.

Ferlega getur fjarnám verið skemmtileg iðja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband